Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Halló allir saman
Vá hvað það hefur örugglega verið gaman hjá ykkur (eins og alltaf reyndar), hefði sko alveg viljað vera með en mæti hress í næsta partý:) Annars allt gott að frétta af mér og mínum héðan frá DK og höfum við ákveðið að flytja aftur á klakann í sumar:) Mikil tilhlökkun á heimilinu:) Annars vildi bara kasta á ykkur kveðju og vonandi fara fleiri að gefa sér tíma til að skrifa hér inn á:) Kveðja Magga
Magga Einars. (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. jan. 2008
Kæru skólasystkini
Gaman að heyra frá ykkur Heiða Steina & Eiðunn. Gangi ykkur vel í framtíðinni og sjáumst hressar í næsta fermingarafmæli. Ég skora á ykkur að mæta ja eftir rúm 4 ár en tíminn líður fljótt, viti menn ég er samt alveg að sjá okkur fyrir í brennó sixty five. Stefnum að því. Eitt í lokin ég fer reglulega inn á þessa síðu til að athuga gestasíðuna en það virðast fáir skrifa en þónokkrir kíkja, mætti vera meira vægi þarna á milli. Kæru skólasystkini endilega sendið inn nokkrar línur Bestu keðjur til allra, Krissa Örlygsd
Krissa Örlygsd (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. jan. 2008
Frabaert ad fa ad sja ykkur öll!!!
Enn hvad eg er buin ad hlaeja af öllum finum myndum, enn eg fann bara 2 myndir af mer..... Eg er svo leid ad eg ekki var med a fermingarafmaelinu enn eg kem bara naest. Eg by i Stockholmi og hef gert sidustu 20 arin svo ad islenskan er kanski ekki a topp enn vonandi skilid thid mig samt. Eidunn - eidunn.bolladottir@bredband.net
Eidunn Bolladottir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 18. okt. 2007
Flottar Myndir
Ég var nú bara skoða og þótt ég sé nú árinu yngri en þið þá man maður auðvitað eftir ykkur öllum. Frábærar Myndir og ekkert smá gaman að kíkja við og sjá hérna frá Texas. Kveðja Heiða Steina Reed
Heiða Reed (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 13. ágú. 2007
Myndir
Flottar myndir Stebbi, á kannski að leggja þetta fyrir sig, býð mig framm sem model hehe
Inga Birna (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. júlí 2007
Myndir
Loksins komu einhverjar myndir ég var því miður ekki með myndavél en hlakka til að fleiri sendi inn myndir :)
Reynir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. maí 2007
Takk fyrir mig
Ég vil koma að þakklæti til skemmtinefndarinnar fyrir frábært kvöld æðislegt að hitta ykkur öll eftir svo langan tíma,vona að ég nái að vera með alla dagskránna næst og allir sjái sér fært um að mæta þá. kv.Sveinbjörn
Sveinbjörn (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. maí 2007
Frábært kvöld
Takk fyrir skemmtilegt kvöld.það var alveg frábært að sjá ykkur öll aftur:) nefndarstelpur þið stóðuð ykkur frábærlega í alla staði til lukku með það;) kveðja Sigrún Ragnars
Sigrún Ragnars (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. maí 2007
Æðislegt kvöld
Takk fyrir frábæra skemmtun. Það var yndislegt að hitta ykkur öll og ég hlakka til að hitta ykkur aftur. Bestu kveðjur, Silja Dögg
Silja Dögg Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. maí 2007
Takk fyrir góða skemmtun
Takk fyrir góðan dag og skemmtilegt kvöld, þakka nefndinni sérstaklega vel skipulagða dagskrá og sérstakar þakkir fyrir minningarplattann.Kv Inga Birna
Inga Birna (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. maí 2007
Takk
Takk fyrir fínan dag, legg til að við gerum þetta mun oftar, annanhvern laugardag væri fínt...:) Kv. Eyvinn
Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson, sun. 6. maí 2007
Takk fyrir góða skemmtun
Það var virkilega gaman að hitta alla aftur eftir svona langan tíma. Takk fyrir gott kvöld og góða skemmtun. Skemmtinefndin stóð sig virkilega vel og á skilið lof fyrir. Kveðja, Sveinn Atli
Sveinn Atli (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. maí 2007
Takk Takk
Ég vill þakka fyrir frábæran dag og frábært kvöld gaman að hitta ykkur öll og skemmta sér með ykkur og fær nefndin sérstakar þakkir fyrir flotta dagskrá og minningarplatinn alveg frábær. En og aftur takk fyrir mig. Kv Reynir
Reynir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. maí 2007
Hjóli
jú ég kem í kvöldmatinn auðvita er ég að tala um mótorhjól hehe ;)
Reynir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 4. maí 2007
hjóli
hahaha sé þetta í anda Reynir minn, ætlar þú semsagt ekki í kvöldmatinn.Áttu kannski motorhjól það myndi kannski ganga, hihi
Inga Birna (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 4. maí 2007
Svar..
Það verður safnast saman við VallaBakarí, og farið þaðan á einkabílum.
Árgangur 1973, Njarðvíkurskóla, mán. 30. apr. 2007
Spurning
Verður farið með rútu út í Hafnir eða verður farið bara í bílum ( hjólum )
Reynir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. apr. 2007
páskafrí
Hmmm hvað er þetta páskafrí eiginlega langt, man ekki eftir svonu löngu fríi þegar við vorum í skóla nema kannski sumarfríinu, nefndin hefur kannski ruglast og er komin í sumarfrí. Óska ykkur öllum hins vegar gleðilegs sumars.
Inga Birna (Óskráður), lau. 21. apr. 2007
Hó hó hó
Mikið rétt Krissa mín, það fær okkur ekkert stöðvað. Hvað er ein flugferð á milli vina. Ég segi það enn og aftur; hlakka gríðarlega til að sjá ykkur öll. Tel dagana:-) En, hvar eru allir bloggararnir? Ég hélt að annar hver Íslendingur væri með bloggsíðu, en ekki mínir fyrrverandi bekkjarfélagar...Les bara síðurnar okkar Eyva. Sí, ja!!!!
Silja Dögg (Óskráður), lau. 7. apr. 2007
Debbý að sniglast.....
Ég frétti í óspurðum fréttum í dag að Debbý hafi verið að sniglast í kringum Njarðvíkuskóla, já já og stúlkan hafi fengið myndarlegan haug af gömlum myndum af okkur pésunum hér í denn. Ég bíð spennt eftir nýjum myndum á vefinn. Er þegar búinn að skoða hinar margsinnis en það er nú aðallega til að skoða kommentin og er virkilega gaman að sjá hvað fólk er duglegt við að skrifa undir myndirnar að vísu mættu fleiri vera rita hér niður nokkur orð, bara svona til að segja hvort að þið séuð á lífi:) Enn svona smá í lokin þá lýst mér ægilega vel á tvíeykið Ásu og Silju þær ætla víst báðar að mæta þó að það taki nokkur þúsund kílómetra fyrir þær að komast. Þá stoppar það ekki þær. Ég mæli eindregið með síðunni hans Eyva V er með nokkuð lúmskan húmor, góður penni þar á ferð. Verið nú ófeimin við að skrifa. Við erum nú þekkt fyrir allt annað. Kveðja Krissa Örlygsd
Krissa Örlygsd (Óskráður), mán. 26. mars 2007
Erna Guðmundsdóttir
Skrifaði áðan í athugasemdir! Betra að hafa það hér! Ég er búin að finna myndirnar úr Fjörheimum og þakka innilega fyrir mig, ég hef greinilega skemmt mér vel með ykkur, enda voruð þið "uppáhalds bekkurinn" minn
Erna Guðmundsdóttir (Óskráður), mán. 26. mars 2007
myndir.
Hæ hæ er ekki hægt að fá bekkjarmyndirnar og 9 bekkjar útskriftina lánðar í Njarðvíkurskól og skanna þær inn á almbúið OKKAR. Bara hugmynd. kv Inga Birna
Inga Birna (Óskráður), mán. 26. mars 2007
Erna kennari
Ég fann ekki út hvernig hægt er að sjá myndir af mér og bekknum. Getið þið gefið mér aðgang að því?
Erna Guðmundsdóttir (Óskráður), mán. 26. mars 2007
Hei
Hlakka til að sjá ykkur 5.mai. Flugið er bókað! Ha det på badet, din gamle sjokolade :) Sjáumst, kveðja, Ása
Áslaug (Óskráður), mán. 26. mars 2007
ógó flott síða
hei nörds flott síða hjá ykkur, maður er bara búin að lyggja í kasti yfir þessum myndum. Djö vorum við flott. krökkunum mínum finnst við halló, skrýtið hvað tíminn og tískan eru fljót að breytast eða erum við orðin svona gömul haha. Kveðja Inga Birna.
Inga Birna (Óskráður), lau. 24. mars 2007
Wow 20 år
Enn skemtilegt ad thid hafid buid til thessa sidu. Eg er i Brudkaups ferd thå dagana og skila bara kvedju frå Thailandi, Eg skal lova ad skemta mer vel thad kvøld og hugsa til ykkar. kem annars til Islands 7-16 september... Kvedja Sigridur Svan
Sigridur Svan (Óskráður), fim. 22. mars 2007
Heimasíður
Hvað segiði- engar heimasíður, myndir, blogg og fleira skemmtilegt sem maður getur skoðað hjá fyrrverandi bekkjarfélögum???? Sendi endilega slóðir á síðurnar ykkar hingað inn svo maður geti kíkt. Debbý, þú getur kannski sett inn linka hér til hliðar inn á síður hjá fólki, þ.e.a.s. ef einhver sendir inn slóðina sína...
Silja Dögg (Óskráður), fös. 16. mars 2007
Jú jú þau eru víst orðin 20...
Hilmar, þú lætur bara vita svo ég geti bætt þér á listann hérna við hliðin á "Þessir ætla að mæta". Þeir sem fara ekki á listann, lenda í endalausu böggi frá okkur hinum nefnilega :-) Kebblígingarnir ætla líka að hittast svo að það verður nóg um að vera í bænum 5.maí
Hrafnhildur (Óskráður), fim. 15. mars 2007
Ha!!! 20 ár???
Jæja það hlaut að koma að þessum merka degi ;) og ég vona svo innilega að það verði góð mæting - þá skilst mér að árgangur '73 úr Kef. verði einnig með teiti þann 5. maí? Þá reikna með því að mæta en ég á svolítið erfitt með að staðfesta mætingu að svo stöddu og ef svo ótrúlega vil til að ég komist ekki þá langar mig að leggja fram pening í minningaplatta fyrir Sigurberg. Að lokum langar mig að hrósa ykkur fyrir frábært framtak. Kveðja, Hilmar Þór Ps. For fun... ; ) þá langar mig að benda á að "jaðar drengur" líkt og ég átti Bangsa úlpu enda fannst mér lítið varið í Millet úlpu... ; )
Hilmar Þór Karlsson (Óskráður), fim. 15. mars 2007
Heimasíður
Já, um að gera að kvitta. Þessi síða er frábært framtak!!!! Veistu hvort einhverjir bekkjarfélagar séu með heimasíður eða blogg?? Gaman væri að fá upplýsingar um það hér á síðuna svo maður geti kíkt á hvað fólk hefur verið að bralla og ... er að bralla:-)Bestu kveðjur, Silja brallari
Silja Dögg (Óskráður), þri. 13. mars 2007
Skemmtilegt
Gaman að því Silja, hvað þú ert dugleg að kommenta. Maður getur ekki annað en sagt takk sömuleiðis, þetta var skemmtilegur tími og ýmislegt sem rifjast upp þegar maður rennir í gegnum myndirnar, með bros á vör. Ps.Mikið væri maður nú stolltur af henni Silju ef hún væri að fara með alvöru Óskars-ræðu.
Hrafnhildur (Óskráður), sun. 11. mars 2007
Hlýtt hjarta
Ég renndi yfir myndirnar og brosti út í annað. Af og til læddist upp úr mér; Jiminn!!! Við erum bara svo miklar dúllur á þessum myndum. Mér hlýnaði um hjartaræturnar. Það er gott að eiga góðar minningar frá þessum tíma. Gaman að finna að maður hvað maður þakklátur fyrir að fá að fylgja akkurat þessum hópi, þó að við séum gerólík. Takk fyrir ferðalagið allesammen:ö) P.s. Ég ætlaði nú ekkert að verða væmin en þetta þróaðist bara einhvern veginn í Óskars-ræðu...
Silja Dögg (Óskráður), lau. 10. mars 2007
Jesús Pétur í allan vetur =O)
jii.. hvað þetta eru yndislegar myndir =D alltaf gaman að rifja upp og sjá hvað fortíðin gat verið yndisleg... þakka fyrir góða skemmtun, þetta lyfti alveg upp rólegum degi hjá mér hér í Gautaborg, bið innilega að heilsa og frábært framtak hjá ykkur. Kveðja Einara Lilja.
Einara Lilja Kristjánsdóttir (Óskráður), fim. 8. mars 2007
Guð minn góður!
Er að skoða myndirnar i vinnunni og ligg í hláturskasti. Vinnufélugunum finnst myndirnar álíka fyndnar og mér :)
Ása (Óskráður), fim. 8. mars 2007
Fermingarafmæli
Flott síða, gaman að sjá myndir, voðalega voru við nú myndarlegir krakkar :) kv. Harpa Rós
Harpa Rós (Óskráður), mið. 7. mars 2007
Debbý!
Verður þú ekki eitthvað á ferðinni hingað á næstu vikum að kíkja á foreldra þína? Mér skilst að þau búi aðeins 15 mín. akstur frá mér. Hringdu endilega í mig, það væri gaman að hittast og kíkja eitthvað út saman:-)))
Silja Dögg (Óskráður), mið. 7. mars 2007
Krissa Örlygsd
Þú ert snillingur Debbý Og Magga mín þú klikkar ekki á þessu kvöldi þú mætir á staðinn
Kristín Örlygsdóttir (Óskráður), þri. 6. mars 2007
Fermingarafmæli
Hæ hæ. Flott síða en verður enn flottari þegar myndir af þessum flotta hóp eru komnar inn:) Veit ekki hvort ég kemst 5.maí en langar voða mikið að mæta og hitta alla. Það verður pottþétt svaka stuð;) Kveðja Magga
Magga (Óskráður), þri. 6. mars 2007
Fermingarafmæli
Það er nú vel við hæfi að ég skrifi hér á eftir Silju :) Frábær að hafa svona síðu. Vona ég "hitti" sem flesta hér þar sem það er ólíklegt að ég komist 5.mai. Ég er engin bloggari en skrifa stundum og set inn myndir á heimasíðu strákanna minna www.barnaland.is/barn/7460 Ha det bra alle sammen : ) Ása
Áslaug (Óskráður), þri. 6. mars 2007
Hittingur
Hæ hæ. Auðvitað mátt þú bæta mér á "bloggvinalistann". Bekkjarfélagar mega vita lykilorðið en það er: Ylfa. Ég veit ekki hvort ég get mætt 5. maí en það er þó aldrei að vita hverju ég tek uppá...Mig langar allavega rosalega mikið til að hitta ykkur öll. Frábært að drífa í að búa til þessa síðu. Endilega kíkið við á síðuna mína: siljadogg.bloggar.is og þið sem komið til Spánar í sumar: Hafið samband!!!! Bestu kveðjur, Silja
Silja Dögg (Óskráður), mán. 5. mars 2007
Gestabókin loksins komin...
Jæja það tókst að virkja þessa blessuðu gestabók... tölvunördið alveg að tapa sér.
Árgangur 1973, Njarðvíkurskóla, sun. 4. mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar