Leita í fréttum mbl.is

Þá er dagurinn runninn upp !

Jæja þá er að koma að því  LoL það er búið að vera rosalega gaman að vera í þessari undirbúningsnefnd, smá stress á köflum en það fylgir þessu víst. Við (Björg, Krissa, Berglind og ég) byrjuðum á að hittast á Duus í byrjun febrúar og töldum við okkur vera mjög tímanlega í þessu.  Nú við negldum strax niður dagssettningu, salinn, matinn, hugmyndir af leikjum, tónlist, fá að skoða Njarðvíkurskóla, spáðum í minningarplattanum og svona mætti lengi telja upp.  Mikil vinna var í að ná sambandi við alla, finna símanúmer og e-mail og var listinn mikið leiðréttur á þessum tíma og skreyttur með okkar fögru handskrift. Það var mjög gaman að vinna í blogg síðunni, skanna allar myndinar inn og halda sambandi við fólkið á þennann máta. Nú en bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra og svo að við fengum tækifæri á að hittast oftar og drekka meira kaffi saman, já og ég tala nú ekki um rauðvínið allt, klikkaði náttúrulega allt sem gat klikkað, öll plön (hjá öðrum) stóðust ekki. 

En vandamálin eru víst bara til að leysa þau og það gerðum við að sjálfsögðu. Við bara fluttum okkur í annann sal, pöntuðum okkur annað að borða, restin af tónlistinni var soðin saman í nótt með hjálp síðustu rauðvínflöskunnar úr kjallaranum.  Jamm og restin kemur svo í ljós í dag.  Við ákváðum snemma að vera ekki að hafa allt of miklar áhyggjur af að þurfa að skemmta fólkinu.  Því hópurinn allur er með eindæmum skemmtilegur og sér bara um það sjálfur Tounge.

Ég þakka kærlega fyrir öll skemmtilegu bréfin, þetta er búið að vera ógleymanlegt.  Hlakka til  að sjá ykkur öll í dag kl.2 hjá VallaBakara.

Góða skemmtun í kvöld.

- Hrafnhildur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árgangur 1973, Njarðvíkurskóla
Árgangur 1973, Njarðvíkurskóla

Hérna ætlum við að reyna að ná til sem flestra úr árgang 1973 úr Njarðvík, í tilefni af því að í ár eru 20 ár síðan við fermdumst.

Hugmyndin er að safna myndum, sniðugum sögum og fleiru eftirminnanlegu.

E-mail: njardvik1973@hotmail.com

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband