Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Myndir frá fermingarafmælinu

Jæja þá var ég að fá fleiri myndir frá kvöldinu góða.  Plássið okkar hérna er því miður orðið fullt, ég reyni að finna út úr því við fyrsta tækifæri, setti samt allar myndirnar inn sem pláss var fyrir. 

Hef ekki tíma til að vinna í þessu núna en reyni að komast í þetta við fyrsta tækifæri.

 Kveðja, Hrafnhildur.


Nokkrar í viðbót...

Það var verið að senda inn fleiri myndir.  Endilega þið öll sem voruð með myndarvélar, viljið þið senda okkur þær ? Hef hitt á þó nokkra og allir segja það sama " kíki reglulega til að gá að myndum"

Kveðja,

Hrafnhildur.


Loksins loksins !

Loksins voru sendar inn myndir.  Silja Dögg tók nokkrar myndir sem hún sendi inn á síðuna til okkar.  Kíkið í albúmið, njótið, rifjið upp og látið ykkur hlakka til næst :-)

Við bíðum enn spennt eftir myndum frá öllum hinum sem tóku myndir.

Kveðja, Hrafnhildur.


Myndir - myndir - myndir !

Þið sem tókuð myndir á laugardaginn, megið endilega henda þeim hingað inn.  Sendið póst á okkur til að fá aðgangsorðið. 

Ef þið finnið ekki út úr þessu, þá getum við að sjálfsögðu aðstoðað.  Aðalatriðið er að fá myndirnar birtar Wizard

Hrafnhildur.


Glæsilegt fermingarafmæli !!!!

Ég er hæst ánægð með fermingarafmælið og skemmti mér konunglega.

Við getum alltaf skemmt okkur vel saman, góður hópur!!  Grin  

Ég hlakka til að  "tækla" næsta afmæli að 5 árum liðnum

Minni á hverjir það eru : Begga-Linda-Silja-Hilmar og Alex Wizard

 Kiss og knús Begga.Kissing

 


Þá er dagurinn runninn upp !

Jæja þá er að koma að því  LoL það er búið að vera rosalega gaman að vera í þessari undirbúningsnefnd, smá stress á köflum en það fylgir þessu víst. Við (Björg, Krissa, Berglind og ég) byrjuðum á að hittast á Duus í byrjun febrúar og töldum við okkur vera mjög tímanlega í þessu.  Nú við negldum strax niður dagssettningu, salinn, matinn, hugmyndir af leikjum, tónlist, fá að skoða Njarðvíkurskóla, spáðum í minningarplattanum og svona mætti lengi telja upp.  Mikil vinna var í að ná sambandi við alla, finna símanúmer og e-mail og var listinn mikið leiðréttur á þessum tíma og skreyttur með okkar fögru handskrift. Það var mjög gaman að vinna í blogg síðunni, skanna allar myndinar inn og halda sambandi við fólkið á þennann máta. Nú en bara svona til að gera þetta aðeins skemmtilegra og svo að við fengum tækifæri á að hittast oftar og drekka meira kaffi saman, já og ég tala nú ekki um rauðvínið allt, klikkaði náttúrulega allt sem gat klikkað, öll plön (hjá öðrum) stóðust ekki. 

En vandamálin eru víst bara til að leysa þau og það gerðum við að sjálfsögðu. Við bara fluttum okkur í annann sal, pöntuðum okkur annað að borða, restin af tónlistinni var soðin saman í nótt með hjálp síðustu rauðvínflöskunnar úr kjallaranum.  Jamm og restin kemur svo í ljós í dag.  Við ákváðum snemma að vera ekki að hafa allt of miklar áhyggjur af að þurfa að skemmta fólkinu.  Því hópurinn allur er með eindæmum skemmtilegur og sér bara um það sjálfur Tounge.

Ég þakka kærlega fyrir öll skemmtilegu bréfin, þetta er búið að vera ógleymanlegt.  Hlakka til  að sjá ykkur öll í dag kl.2 hjá VallaBakara.

Góða skemmtun í kvöld.

- Hrafnhildur.


Myndirnar komnar inn

Smá upphitun fyrir fjörið á morgun, góða skemmtun...

Kveðja, Hrafnhildur tölvunörd.


Á morgun, á morgun, á morgun!

Nú byrjar ballið, nefndin að fara á límingunum, brjálað að gera og bara gaman Wizard

Síðustu myndirnar detta inn á eftir, endilega kíkið á þær síðar í dag/kvöld.

Frábær e-mail sem við höfum fengið frá fjölda manns, bæði frá þeim sem ætla að mæta og ekki mæta.  

Ágæt þátttaka er í minningarplatanum, hvetjum við ykkur eindregið til að taka þátt í því, einungis 1000 kr. á mann.

Eru ekki allir annars búnir að taka fram diskógallann og lakkskóna, fara í mjólkurbúðina og kaupa sér miða á Bergásballið...

Hlökkum til að sjá ykkur öll á morgun kl.14 við Vallabakarí.

 

Knúz á línuna, nefndin.


4 dagar og nýjar myndir.

Það eru komnar fleiri myndir í almúmin.  Kíkið á "myndir frá Beggu og Björgu", "fermingarmyndin" og svo er 4.M bekkjarmyndin komin í "bekkjarmyndir".  Nú fer hver að verða síðastur að senda inn skemmtilegar myndir.

Góða skemmtun, HK.


Gaui Klikk og allir hinir

Víst við erum farin að rifja upp gamla tíma þá hljótið þið að muna eftir stofu 13 alltaf að kvikna á ljósum og vindurinn hvein í loftlúgunni.

Talandi svo um kennara, munið þið:

Svanhvít 7-S, Valdís 7-V, Guðjón Sigurbjörns 5-G/8-GS, Kristbjörn enskukennari , Systa 0.G, Marinó 4-M, Erna 1-2-4-6-E, Gylfi Skólastjóri, Sigríður Yfirkennari, Hrafnhildur1-H, Gréta handavinnukennari, Jón Smíðó, Kolla Handavinnukennari, Magga Sanders íþróttakennari, Brói íþróttakennari, Óli íþróttakennari, Vignir eðlisfræðikennari, Gugga 8-G, Bjarni Thor 9-S, Gurðrún dönskukennari, Erlingur stærðfræðikennari, Sigrún Danska, Guðbjörg 2-G, Gaui Klikk 3-G, Þórhildur 3-Þ, Ástríður heimilisfræðikennari, Guðný teiknikennari, Ester sérkennslukennari, Anna lea íþróttakennari, Rebekka á bókasafninu.

Kobbi, Dóra, Hrefna og Gauja gangaverðir, og hin ógleymanlegu Jón Borgars, Guðmundur Emils, Borgar, Alda og Hanna í íþróttahúsinu

 Hverjum er ég að gleyma?

Kv Krissa Örlygsd


Næsta síða »

Höfundur

Árgangur 1973, Njarðvíkurskóla
Árgangur 1973, Njarðvíkurskóla

Hérna ætlum við að reyna að ná til sem flestra úr árgang 1973 úr Njarðvík, í tilefni af því að í ár eru 20 ár síðan við fermdumst.

Hugmyndin er að safna myndum, sniðugum sögum og fleiru eftirminnanlegu.

E-mail: njardvik1973@hotmail.com

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband